Að draga úr jarðvegs- og gróðureyðingu, vatnakerfunum til heilla

Six Rivers Iceland er nú í samvinnu við sveitarfélagið í Vopnafirði að fjárfesta og koma af stað verkefni sem felst í skógrækt og annarri gróðurrækt til að koma í veg fyrir frekari gróður- og jarðvegseyðingu.

Sumarið 2020 var plantað rétt um 10 þúsund plöntum. Langtíma ætlunin er að auka næringarframleiðslu áa á svæðinu, bæta þannig lífsskilyrði laxfiska í ánum. Meira en helmingur af því sem plantað var í fyrra var birki, en einnig hefur verið settur niður ilmreynir, gulvíðir og loðvíðir, auk þess sem tilraunir hafa verið gerðar með elri, sem er strangt tiltekið ekki innlend tegund, en hefur fundist sem steingervingur og því aldrei að vita nema að hún gæti þrifist hér þrátt fyrir allt. Áherslan er á plöntun innlendra tegunda, en nokkrar erlendar tegundir eru enn fremur til athugunar.

Endurheimt gróðurfars og trjárækt er mikilvægt starf sem eykur jarðgæði á svæðum gróðureyðingar og auðgar lífríki svæðisins. Vonir standa til þess að með því megi bæta til langframa fæðisöflun unglaxa í ánum.

Athugið, að hægt er að lesa sig nánar til um lífshlaup laxins hér.

Þú gætir haft áhuga á

Veiðiálag
Hrognagröftur
Rannsóknarverkefni
IS