Að koma í veg fyrir ofveiði í ánum okkar

Með því að setja reglur sem stýra því hversu mikið er veitt, og með hvaða hætti, drögum við umtalsvert úr álagi á árnar okkar og laxinn þar með. Það er sannfæring okkar að með því að breyta út af hefðbundnum veiðiaðferðum getum við bæði aukið gæði veiðana og þess umhverfis sem fiskarnir búa við.


Sjö helstu reglurnar eru:

  • 100% veitt og sleppt.
  • Hver vakt er nú fjórar stundir í stað sex áður, alls er því mest veitt í átta klukkustundir á dag.
  • Hver stöng hefur sinn leiðsögumann. Er það gert til þess að sjá til þess að öllum reglum er framfylgt, auk þess að upplifun veiðimanna verður fyllri.
  • Landa má fjórum löxum á vakt, alls átta yfir daginn.
  • Einungis er leyfður léttur búnaður. Engar þyngdar flugur eru leyfðar og engar sökklínur. Einungis flotlínur eru leyfðar.
  • Allur lax ofan við Efrifoss er friðaður. Þar verður ekki veitt. Við viljum halda DNA-inu í ánni!
  • Ekki stærri krókar en nr. 10

Þú gætir haft áhuga á

Hrognagröftur
Skógrækt
Rannsóknarverkefni
IS