Að auka laxagöngur með laxastigum
Megin hlutverk laxastiga er að hleypa laxi inn á svæði sem áður vorum honum lokuð. Oftast eru það fossar sem stöðva för laxagangna og laxastigi veitir laxinum náttúrulegan aðgang fram hjá hindruninni.
Að gera laxi kleift að komast á áður ónýtt svæði kemur stofnum til góða þar sem búsvæði aukast. Svona aðgerð, að byggja laxastiga, tekur tíma og í aðdraganda nýrra stigabygginga munum við flytja laxa upp fyrir fossa, þannig að þegar þar að kemur muni vera til staðar stofn sem að lítur á svæðið ofan við hinn nýja stiga sem heimkynni sín.
Fyrri (og neðri) laxastiginn í Selá var byggður 1970. Tilkoma stigans lengdi ána sem laxveiðiá úr 9 kílómetrum í 26 kílómetra. Á tuttugu árum jókst meðal laxveiði í ánni úr 200 löxum í 1800 laxa. Það tók laxinn tuttugu ár að nema hinar nýju lendur og enn er að bæta í. Seinni og efri stiginn í Selá var byggður 2011 og þar með hefur Selárlaxinn 36 kílómetra til að nýta sér.
Veiðiklúbburinn Strengur og The Six Rivers Project hafa staðið saman að gerð fjölda laxastiga á Norðausturhorninu. Áform eru um enn fleiri í náinni framtíð. Upprunalega voru laxastigar byggðir úr steinsteypu, en í seinni tíð hefur The Six Rivers Project bætt vinnsluna með því að bora stigana beint í bergið, þannig skapast náttúrulegra umhverfi fyrir laxinn.
Að gera laxi kleift að komast á áður ónýtt svæði kemur stofnum til góða þar sem búsvæði aukast. Svona aðgerð, að byggja laxastiga, tekur tíma og í aðdraganda nýrra stigabygginga munum við flytja laxa upp fyrir fossa, þannig að þegar þar að kemur muni vera til staðar stofn sem að lítur á svæðið ofan við hinn nýja stiga sem heimkynni sín.
Fyrri (og neðri) laxastiginn í Selá var byggður 1970. Tilkoma stigans lengdi ána sem laxveiðiá úr 9 kílómetrum í 26 kílómetra. Á tuttugu árum jókst meðal laxveiði í ánni úr 200 löxum í 1800 laxa. Það tók laxinn tuttugu ár að nema hinar nýju lendur og enn er að bæta í. Seinni og efri stiginn í Selá var byggður 2011 og þar með hefur Selárlaxinn 36 kílómetra til að nýta sér.
Veiðiklúbburinn Strengur og The Six Rivers Project hafa staðið saman að gerð fjölda laxastiga á Norðausturhorninu. Áform eru um enn fleiri í náinni framtíð. Upprunalega voru laxastigar byggðir úr steinsteypu, en í seinni tíð hefur The Six Rivers Project bætt vinnsluna með því að bora stigana beint í bergið, þannig skapast náttúrulegra umhverfi fyrir laxinn.
Þú gætir haft áhuga á