Stofnar laxastofna í Norður Atlantshafi hafa hnignað mjög síðustu áratugi. Laxveiðin árið 2019 var hin lakasta í nær öllum löndum síðustu fjörtíu árin.
Þó að laxastofnar á Íslandi hafi mikið til sloppið við umtalaða hnignun þá er ekkert rými til að halda að þannig verði ástandið um ókomna tíð. Í ljósi ástandsins er þörf snarpra aðgerða til að stemma stigu við þróuninni.
Af þeim sökum höfum við efnt til fjölþætts langtíma verkefnis. Það innifelur margt, t.d. grundvallarrannsóknir til stuðnings laxastofnum, skynsamleg inngrip sem geta skipt sköpum í rauntíma og loks alhliða vöktunar á öllum þeim þáttum rannsóknanna sem þurfa þykir. Verkefnið er unnið í samstarfi hóps frá the Imperial Collage of London, sem býr yfir umhverfisrannsóknum á heimsmælikvarða, og Hafrannsóknarstofnunar sem hefur um árabil haldið úti fjölþættum rannsóknum á Atlantshafslaxinum.
Upphaflega var ætlunin að skilja betur hvernig hægt væri að auka lífsgæði yngri árganga laxfiska í ánum, síðan að finna út hversu stórt hlutfall lifir af í hafinu og skilar sér til baka. Síðan, hvernig fer fyrir hrygningunni. Við vitum nú þegar að baráttan um lifibrauð er erfið hjá seiðaárgöngunum og það þarf að stemma stigu við því, m.a. með því að bæta gróðurfar árbakkana. Við höfum einnig áttað okkur á því að afrán af völdum fugla kann að vera meira en við hugðum.
Þá vitum við að við höfum nú þegar aukið lífsgæðin með byggingu laxastiga til betri nýtingar á búsvæðum. Þá höfum við merkt bæði gönguseiði og smærri seiði í Vesturdalsá, sett á þau radíómerki sem gerir okkur kleift að fylgja þeim hvert sem þau fara í ánni. Þessar merkingar hafa gefið okkur góðar vísbendingar um hve mörg smáseiðana ná útgönguþroska og hversu mörg þeirra skila sér til baka í ána. Og með því að meta fæðuframboð ána, höfum við haldið út á nýjar slóðir, að meta burðarþol ána, þ.e.a.s. hvað þær ráða við stóra stofna.
Þegar fram líða stundir er það von okkar að geta litið til úthafsins og fengið þar einhver svör sem hingað til hafa verið hulin. Hvert fara Austurlandslaxarnir okkar og hvaða breytingar, t.d. í hitastigi og straumum, geta verið að skipta sköpum.
Athugið, að hægt er að lesa sig nánar til um lífshlaup laxins
hér.
Þessar athuganir, ásamt fyrrgreindum athugunum um skógrækt, gróðurfarsumbóta, hrognagraftrar og byggingu laxastiga munu veita okkur innsýn í með hvaða hætti við getum hjálpað laxastofnun til sjálfbærni og vaxtar. Með samstarfi við aðra rannsóknaraðila, vítt og breytt, t.d. á árlegum ráðstefnum okkar, getum við miðlað niðurstöðum okkar og kenningum þannig að allir geti notið góðs af.